Friday, November 25, 2011

RÍFA SIG UPP!Eins og ég var búin að segja að ég varð fyrir meiðslum 3 vikum fyrir bikarmótið, sem var núna seinustu helgi.
En já ég hef nú bara lítið sem ekkert farið á lyftingaræfingu, tók eina bakæfingu í vikunin & það gékk mjög vel.
Er öll að skána! Nema KABÚM!  FRK FLENSA kom í heimsókn!
Þannig ég er að fara byrja á á sunnud eða mánud að lyfta aftur ! Vúbb vúbb, ég get bara ekki beðið!Að geta ekki tekið lyftingaræfingu, látið reiðina og erfðið yfir daginn bitna á lóðunum er hræðinlega erfitt.
Svakalega erfitt að  taka brennsluæfingu og horfa á alla vera rífa í lóðin.
Ég fór hálfpartinn í þunglyndi, ég gjörsamlega hætti að nenna hugsa extra vel um mig, ég einhvern meigin bara já nennti ekki lengur í vissan tíma.
En það var samt alltaf ákveðinn hluti inn í mér sem leyfði mér ekki að gefast upp, svo ég fór á eina og eina brennsluæfingu & fór að hugsa mitt mál, hvernig ég kæmi mér í gang aftur og hvernig ég ætti að meðhöndla hlutina.

Ég var mjög DUGLEG að taka myndir af mér og matinum sem ég át í cuttinu, búin að vera skoða það núna seinustu daga á fullu (hef ekkert betra að gera, föst heima veik!)
En það peppaði mig þvílikt aftur í gagn og ég fór að þrá að fá mér clean fæði!
Svo ÉG get ekki beðið eftir að vakna á morgun og byrja upp á nýtt, clean!

En hérna eru smá pepp up myndir, fyrir ykkur sem langar að gera einhvað í sínum málum.
því þetta er hægt, hvort sem það er að styrkja sig og verða fit eða grenna sig.
Tók nokkrar myndir frá vinkonum mínum, þetta eru allt stelpur sem tóku metnað í skotglasi alla morgna!

GOGOGOGOGO!!  :)))

Tuesday, November 8, 2011

sykurskrímslið


  Hið fræga sykur skrímsli er að áreita mig.
Síðan ég hætti að cutta þá er nú fyrsta sem manni dettur í hug : 

 EINHVAÐ ANNAÐ EN Á ÞESSU BLESSAÐA MATARPRÓGRAMI (SAMA ALLA DAGA) !!!!


En eina vandamálið er að koma sér í rútinuna eftir að hafa leyft sér, það er ekkert deadline lengur.. ég þarf ekki að vera skila vissum árangri fyrr en eftir einhvern tíma.
En að halda sér í flottu formi er þvílikt vinna  og þeir sem eru í sport bransanum vita það vel (nema þeir sem eru bara heppnir með genin)
Það yrði mögulega léttara drepa sykurskrímslið ef maður væri andlega í lagi og ekki að vinna í kringum nammibar og  kökur og smjörkrem alla daga. 
Þetta er svona álíka erfitt og að koma sér úr jólasukkinu eða páskasukkinu, hverjir þekkja það ekki? Missa sig um hátíðirnar.. 
Og má nú ekki gleyma að ef það verða meiðsli eins og með öxlina á mér, það hefur SVAKALEGA mikil áhrif á andlega partinn, bara það að ég get ekki tekið tví, þrí, brjós, bak eða axlir er að drepa mig.
Það sem ég get  gert í ræktinni : Fætur, brennsla (hjólað, stigavélin & labbað rólega), abs og neðra bak.
Ég þarf að þola þennan verk 24/7.
Já skemmtilega lífið mitt, þetta er einhvað sem ég  þarf að berjast við. 


EN afhverju ætti ég að gefast upp, hætta að æfa og leyfa mér að fitna  og verða að aumingja?  Hvar er tilgangurinn í því ?  - Neibb.. ég bara sé ekki tilgang í því..
Ég geri bara það sem ég get gert og reyni að halda mataræðinu réttu og reyni að koma mér í gírinn aftur.  
Fara bara í kringum hlutina!

Komin með matarprógram og reyna að fylgja því 100%... erfiðara í vinnunni, en það kemur!

Það tekur allt tíma,  bara anda djúpt og fara rólega í hlutina!! :)
Ekki gefast upp í því sem þú þráir heitast.

Smá til að peppa sjálfan mig upp,, svo ástæða fyrir þvi að eg gefst ekki upp.
Kaka dagsins um daignn meðan ég var að cutta.. langaði svolítið mikið í  hana

Það sem er á EINA dagskrá nuna : BIG BOOTEEEE...  

Sunday, November 6, 2011

Meiðsli.

Já, ég keppi ekki núna..
Ég varð fyrir meiðslum í öxlinni og verkurinn byrjar hjá viðbeini. (Vegna gigtarinanr)
Það gæti líklega  verið að mataræðið er of þurkandi fyrir liðinamótin hjá mér.
Ég á stundum erfitt  með að keyra með vinstri hendinni, þetta var farið að bitna á vinnunni, ég sef ílla útaf verknum og fl..
Næst þegar ég sker niður prófa ég annað mataræði. En það þýðir ekkert að gefast upp, ég fer frekar hægar í hlutina  og í kringum þá og keppi einn daginn hvort sem það verður í dag eða eftir einhver ár.  Það er ALLTAF  hægt að beturbæta og gera sig bara að meiri bombu.

so what do you do when you fall down..ya get back up everyone knows to get back up..but sometimes you dont have the strength to get back up, you know why? because it was too... damn... hard. i will try 100 times to get up and if i fail 100 times. if i fail and i give up do you think im never going to get up? NO. if i fail i try again and again and again...

En eins og staðan er í dag þá get ég ekki þjálfað efripart eða hlupið, eða reynt á hendurnar í brennslutækjunum.
 Eina sem ég get gert er tekið fætur, neðra bak og hjólað og stigatækið.
 Þannig ég verð með ruddalegan rass bráðum!!

En það þýðir ekki rass að væla eða hætta æfa..
Það virkar nefnilega þannig að maður fitnar mjög hratt eftir cutt og maður  ÞARF að passa sig.

Ég er komin með nýja þjálfara, langaði að prófa  einhvað nýtt.
Einý Gunnarsdóttir og Gunnar Vilhelmssson
Hún Einý hefur verið Idolið mitt frá byrjun og ég kynntist henni í gegnum Snyrtiskólann.


Glæsilegt par og þau eru ekkert nema yndisleg á allan hátt! !:)
Fékk matarprógramið hjá þeim nuna fyrir helgi og mmm svo geggjað góður matur á því, nema hnetursmjörið... en fuck  it borða það samt.


Júlía Steff megabeib.

Sylvia HEEEITA rústaði þessu!! auvðitað!;)
En  já Expoið var um helgina og ég skjellti mér auðvitað á það.
Á svo HEITAR vinkonur, ALLTOF HEITAR!! Og innilega  til hamingju með  árangurinn stelpur!! :)

nenni ekki meir, haha;) kem með betra blogg seinna!
There was an error in this gadget