Sunday, October 16, 2011

MEGAVIKA coming up

 5 Vikur í mót og megavika að byrja!


Svona lítur morgun dagurinn minn út!
Amino  Energy og Grean tea drukkið allan daginn
Öll vítamín, Cla og fl.
Haframjöl  & prótein
Kjúlla salöt
Epli og svo poppkex ef eg finn fyrir miklri nart þörf!
Það tók mig 15-20 mín að gera þetta tilbúið með því að elda 4 kjúlla bringur.

En það er komin megavika, það verður allt gert 100% æft og mætt á allar æfingar. 
2 æfingar á dag 4 daga vikunar og svo 1x á dag hina dagana, 1 hvíldardag! Og svo 2-3x í vikunni 30 mín göngutúr fyrir svefninn í fossvogsdalnum, best að nota sér hann fyrst hann er bara við hliðin á mér.
Seinasta  vika var erfið,  var  að fara byrja á KVENNA tímanum. Ég fæ alltaf þvílíka nart þörf  vikuna fyrir og allt fer í rugl, hélt mér samt alveg góðri.  En guð hvað mig langaði oft að gefast upp, aftur og aftur og aftur. 
En reif mig upp aftur og aftur og aftur!! 
En núna er ekkert rugl!! 


Tek metnað&dugnað í skotglasi á morgnanna!! 
I Will show you how great I AM!


það verður horft á þetta alla morgna afganginn af cuttinu!
Er svo hamingjusöm að hafa fundið þetta myndband, bjargaði mér alveg! 

En það er orðið rúmt ár núna síðan ég breytti um lífstíl alveg.

30%  og 65 kg

í cuttinu seinast mars, 15-16 %  og 55 kg -  uh ekki spá í svipnum á mér haha

1 dagur í cutti seinast í janúar og 6 vikur i mót núna


Er búin að ná fínum árangri, en ég mun ALDREI hætta, mun komast í drauma formið og betur en það.Saturday, October 15, 2011

The GREATEST Bodybuilding Motivation EVER

   Btw, hlusti á það sem er verið að segja allt myndbandið!Fall Down, Get Up

so what do you do when you fall down..ya get back up everyone knows to get back up..but sometimes you dont have the strength to get back up, you know why? because it was too... damn... hard. i will try 100 times to get up and if i fail 100 times. if i fail and i give up do you think im never going to get up? NO. if i fail i try again and again and again...

hope you enjoy and i hope it hits you emotionally and mentally..

Tuesday, October 11, 2011

Matarklámið mitt í mínu huga..

Ef það eru einhverjir sem njóta mats þá er það íþróttafólk, þar á meðal fitness fólk!!! 
Eftir að ég byrjaði í þessum bransa þá komst ég að því hverssu mikill matarfíkill ég er í raun.
Ég þrái mat, mig dreymir um mat, ég hugsa um mat  24/7. 
 Ég er svo  búin að læra að meta mat, ég elska þegar ég fæ almennilega máltíð t.d Mömmu mat, ég nýt þess í botn að borða hann. Ég spái miklu meir aí því hverssu góður maturinn er!!
Ég  get ekki beðið eftir laugardögum því þá fæ ég "MAT" þar að segja nings, saffran, eðal nautasteik, serrano eða bara heimagerðan mat!!
 Mig langar t.d þvílikt mikið í Blóðmör (Dökkt slátur)  með helling af sykri, kartöflustoppu og rófustoppu og mjólk beint úr fjósinu!!!
Ég  myndi ekki stoppa fyrr en ég myndi springa.
Og ég vildi að ég gæti borðað eldalaust af hargrautinum á morgnanna!!


Lugardags grautirnn  með Rúsínum, eplum og  kanil! Og auðvitað er hann stærri en venjulega!!


Það er ekki auðvelt að þurfa þrýsta öllum  þessum matartilfingum ofan í kassa og inn í skáp.
Það  þarf  þvílíkan sjálfsaga og maður þarf að þrá heitt að ná þessum ákveðna árangri.
Þessvegna dáist ég að öllum sem standa sig alla vikuna og leyfa sér svo um helgar, hvort sem það sé að breyta lífstíl, fitnessi eða bara ákveðnum íþróttum.
 Því þetta er það erfiðasta við að breyta lífstílnum. Allavega að mínu mati.... veit ekki með ykkur hin.

Njtóa þess í botn að borða Burrito fyrir cuttið, á virkum degi  

En það eru bara 5 og hálf vika eftir og bara 3daga í laugardaginn og auðvitað er laugardagurinn allur planaður!

Sunday, October 9, 2011

Að ná að stjórna huganum.

Champion of Mind

Það er alveg klárt mál að það þarf að geta lært að strjóna huganum í þessum bransa.
Að leyfa ekki líkamanum að ná stjórn á huganum.


Það er til dæmis "No Carb Day" hjá mér í dag og á morgun.
Byrjaði morguninn kl hálf 7, klæddi mig og tannburstaði og fór í gymið (WC Kringlunni, opið allan sólarhringinn, þvílik snild!) Tók  55 mín brjálaða brennslu (Endaði á HIIT sprettum), besta brennsla sem ég hef tekið hingað til. Svitnaði eins og enginn væri morgundagurinn og varð eldrauð í framan að sjálfsögðu.
en þegar ég kom heim þá var ég orðin frekar svöng, skjéllti 20 ml olivu olíu í mig og steikti 3 egg.
Fór svo í heitt bað, en ég var orðin frekar ómöguleg og eftir baðið var ég að deyja, útþanin og næringarlítil.
Fékk mér auka skammt af Whey próteini og fór og lagði mig.
Á þessari stundu ef líkaminn hefði mátt ráða en ekki hugurinn þá hefði ég dottið inn óholla skápinn.
-Tek fram að þetta er ekki einhvað normal hjá mér að taka No Carb Day.
Vanalega er ég að borða miklu meira, en það er stutt í mót og ég get ekki æft eins oft og hinar.

http://www.youtube.com/watch?v=uZIpc0LeJg8
Kai Greene.http://ezinearticles.com/?Building-the-Mind-of-a-Champion---12-Mental-Factors-Which-Help-You-Become-Your-Muscular-BEST!&id=68768

Building the Mind of a Champion - 12 Mental Factors Which Help You Become Your Muscular BEST!


En það eru og vöru nokkri Íslendingar að keppa á Arnold Classic og búin að ná alveg svakalegum árangri!
Kristbjörg lenti í 2 sæti og Unnur & Alexsandra lentu í top 15 í sínum flokki.

Alexsandra, Kristbjörg og Unnur. GEGGJAÐUR árangur hjá skvísunum!! :)


Alexsandra, Unnur  og Kristbjörg
Svo  eins núna eins og er, er Ranný Kramer og Guðrún að keppa í Fitness og komust báðar í top  6!  Spennandi að fá að vita útkomuna!! :) Getið fylgst með á  http://www.facebook.com/pages/Vodvafiknnet/27880289924


Ég er bara ekki frá því að það er draumur flestra að keppa á Arnold Classic eða Olympia!
Svo það er stór glæsilegt að íslendingar eru að sýna hvað þeir geta.
Katrín Eva lenti í 1 sæti í sínum flokk eitt skipti.
Einý, Sif og Alexsandra kepptu fyrr á árinu líka og náðum þvílikum árangri!!
Enda fékk hún Einý samning hjá Grizzy og er covergirl hjá þeim!


Enda er hún þrusu flott!

Ef þið hafið markmið í ykkar lífið, þá mæli ég klárlega  með því að þið fylgið þeim. 


Friday, October 7, 2011

6 vikur

6 vikur.


Ég er að taka mjög hardcore cutt og er orðin frekar steikt í hausnum.
Tek no carb dag á sunnudögum, fer að gerast að ég taki hann 2x í  viku,  Engin kolvetni  - prótein, & olivuolía, eggjahvítur og reyndar brokkolí eða spínat tvisvar yfir  daginn. - Heilinn þarf kolvetni til að vinna rétt, þessvegna er ég farin að vera frekar utan við mig.
Þetta er ekki einhvað sem maður stundar í venjulegu lífi eða í off season vil bara taka það fram.
Engir nammidagar í 8 vikur, búin með tvær vikur, 6 vikur eftir í dag. Tek svindlmáltíð á laugardögum - UPPÁHALDIÐ núna er humarpizza á saffran  með helling af sveppum og jógúrtsósu :)
Tók út ávexti út og er með grænmeti í staðin, fæ mér epli ef ég er að deyja mig úr  matarlöngun.

"I really want to encourage you all to get rid of the sugar from your diet. Even after just a week of eating more

 fruits than usual my body changes, I'm not as cut or defined and I can see myself becoming softer. Even

natural sugars from fruits when not used by the body for fuel ultimately gets stored as fat. Try it for yourself,

get rid of the extra sugar for a couple of weeks and see what changes happen to your body... xo."
Ég fór í mælingu í morgun og er að fara niður um 02 - 0,3 % dag, þannig ég var 19,7% í morgun. Sem er bara mjög jákvætt verð þá í kringum 10 - 11  % á keppnisdag, það er allavega markmiðið. Ef ég kemst neðar verð ég bara sáttari.
Ég lenti í MJÖG erfiðum aðstæðum í 2  vikur frá 10 viku í cutti og átti mjög erfitt andlega, það eyðilagði fyrir mer 4%.  Ég var orðin 19,9% og fór  upp í 21,9% á no time.
En fór niður um 2,2% á 11 dögum.
Að cutta er svo miklu meira en að segja það, að narta í einhvað og taka ekta nammidaga var nó til að eyðileggja fyrir mér en svo gildir það ekki með alla, sumir geta fengið sér nammidaga án þess að það eyðileggji einhvað. En Það eyðileggur fyrir mér og ég fæ bara FEITAN nammidag eftir 6 vikur og mun ÉTA EINS OG GRÍS!
Ég get svekkt mig á því að ég gæti verið komin niður í 14-15%.  En ég er ekki aumingji og læt það bögga  mig, ég bæti mig frekar. Og ég mun eingöngu sanna fyrir sjálfum mér að ég geti þetta samt.

En mataræðið í cuttinu er orðið ekkert  mál, langar ekki í neitt sætt eða óholt. Næ að halda rútínunni í botni! :)
Ég elska að vakna og sjá þvílikan dagamun á mér, ótrúlega gaman að fylgjast með sjálfum sér breytast og sjá árangurinn sem maður fær fyrir að leggja allt þetta á sig.

‎"3 fyrir 2 af Amino Energy meðan birgðir endast! Kaupir 2

dollur og færð eina fría! Tilboð ársins! ;)"

http://www.perform.is/


Keypti mér  loksins aftur Rocky Road prótein í fyrradag. Djöfulinn er það gott og djöfulinn var ég búin að sakna þess, eina  próteinið sem ég fæ ekki ógeð á.
Elska að fá mér haframjöl, fræ og setja í bleyti þannig það verður ein klessa og svo prótein út í. Fáranlega  gott, vildi óska að ég gæti borðað þetta oftar á dag.

Reyndar elska ég hafragraut yfir höfuð - kanill, epli & fræ með GJÖÐVEIKT.

http://www.facebook.com/media/set/?set=a.141281239276412.33343.140845392653330&type=1
Hún  Vanessa Tip er með helling af geeeðveikum hugmyndum um hollan og góðan mat, enda fáranlega flott skvísa!

Wednesday, October 5, 2011

Það sem ég þarf að berjast við alla daga.

Langar til að blogga aðeins um það sem ég þarf að berjast við til að komast  í gegnum hvern einasta dag ,vikur, mánuði. 

ENDILEGA HLUSTIÐ Á ÞETTA! Mynd 3. Síþreyta.
Eins og þið vitið þá er ég með vefjagigt & er slæm miða við aldur. 
Suma daga er ég okey aðra ekki. Þessi vika  er búin að vera mér MJÖG erfið, langar aftur og aftur að gefast upp, en samt er mataræðið 100% og búin að taka hardcore á það í  2  vikur en skrökkurinn er bara ekki 100%.
Þetta er það mesta sem er að hrjá mig eins og er
  • Sýþreyta 
  • Svefntruflanir, svefnleysi, fótaeyrði/pirringur og fl.
  • Einkenni frá vöðvum, tigger punktar, stanslausir verkir -  MJÖÐMIN VERST!  
  • Minnisleysi og einbeitingarskotur
  • orðarugl
  • depurð/kvíði/þunglyndi
  • Klaufska - OG JÁ þetta er einkenni vefjagigtar.

    "Eitt af höfuð einkennum vefjagigtarinnar er vöðvaverkir, vöðvastífni, festumein og magnleysi. Vöðvarnir eru spenntir og aumir viðkomu, það er eins og þeir séu sárir og bólgnir. Allar vöðvafestur, þ.e. þar sem vöðvi tengist beini, eru helaumar. Við þreifingu þá finnast þrimlar í vöðvum og/eða harðir hnútar á víð og dreif. Þessir þrimlar og hnútar í vöðvunum eru kallaðir “trigger punktar”."

En ég veit að þetta er einhvað sem á eftir að hrjá mig  ALLA mína ævi & góðar líkur að ég versni. En ég veit líka að ég get lært inn á mig & hvernig mér getur liðið betur. 


Þar að segja : Hreyfa mig (ef eg hætti þá bólgna ég öll upp), borða rétt og reglulega & drekka vel af vatni til að hjálpa við útskylnað eiturefna & aukaefna í líkmanum, hvíla mig  þegar ég finn fyrir sýþreytu, skipullegja mig svo ég lendi ekki í stressi, stunda heitapotta og heit böð, bera á mig sore no more, vítamín, steinefni, járn, kalk & fl. TEYJA ALLTAF VEL á, sérstaklega mjöðmunum & fótum.
svo er það FOAM ROLLER! Endilega  leitið af því að youtube,  Þetta er rúlla sem ég rúlla  mér á, hjálpar til við recovery og eykur blóðfæði, djúpt nudd.http://www.youtube.com/watch?v=QJLxruO3su0


Ég vil, ætla og mun keppa allavega eitt skipti, finnst ég eiga það svo innilega skilið, þetta eru 6 & hálf vika í viðbót!!
Bara stutt lýsing á hvernig þetta er fyrir mig. 
There was an error in this gadget